Tillögur úr hugmyndaleit við Hlemmtorg

Skipulagsmál Umhverfi

""

Nýlega bárust Reykjavíkurborg tillögur úr hugmyndaleit Hlemmsvæðisins.

Þremur stofum var boðin þáttaka en það voru DLD land design, Landslag og Mandaworks. Þær fengu það spennandi hlutverk að ímynda sér Hlemm framtíðarinnar. Megináherslur við hönnunina var að skapa heildstætt og líflegt borgarrými umhverfis Hlemm. Tillögurnar ná allar að fanga anda Hlemmtorgs þarsem fjölbreyttar samgönguleiðir og líflegt mannlíf blómstar.

Áhersla var einnig lögð á sögulegar skírskotanir þarsem Rauðáin, klyfjahestar og aðrar sögulegar minjar sem tengjast staðnum eru dregnar fram. Torgið verður kjarni Austurbæjarins og enn á ný inngangurinn í miðbæinn.

Hér má sjá tillögurnar sem eru til skoðunar

Mandaworks

Landslag

DLD land design

Tengill

Eldri frétt um hugmyndaleitina

Tengiliður