
Hjólatyllum hefur fjölgað í borginni og einnig er búið að merkja þær slagorðum. Þessir standar hafa almennt þann tilgang að auka við þægindi hjólreiðafólks þegar það stoppar á rauðu ljósi við gatnamót. Tilgangurinn er að bæta þjónusta fyrir sístækkandi hóp hjólreiðafólks í borginni. Þægilegt er að geta tyllt niður fæti á svona hjólatyllur við gatnamót þannig að það þurfi ekki að stíga niður af hjólinu þegar stoppað er.
Nú í samgönguviku hafa límmiðar verið festir á standana með nokkrum slagorðum eins og:
- Takk fyrir að hjóla
- Tylltu þér hjá mér!
- Hallaðu þér að okkur
- Stöndum saman
- Stutt stopp fyrir næsta sprett
- Þú stendur þig vel
- Takk fyrir að hugsa um umhverfið.
Hjólatyllurnar eru íslensk framleiðsla og hönnun frá KRUMMA EHF.
Samgönguvika 2022
Nýr hjólastígur opnaður - og myndir á facebook
Næst: 22. september – Bíllausi dagurinn Höfuðborgarsvæðið - Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó þennan dag. Fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta.