Síðustu klukkustundir ársins 2023 og fyrstu klukkustundir ársins 2024 var mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Nýársdagur flokkast sem svifryksdagur út frá sólarhringsmeðaltali.
Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð).
Í töflum hér að neðan er sólarhringsmeðaltal svifryks í loftgæðamælistöðvum í Reykjavík 1. janúar 2024 (tafla 1) og styrkur PM10, PM2,5 og PM1f yrstu klukkustundir ársins í öllum mælistöðvum þann 1. janúar 2024. Að lokum er í töflu 5 sögulegt yfirlit yfir styrk svifryk (PM10) fyrstu klst. ársins í mælistöðinni á Grensásvegi frá 2012 til ársins í ár. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á loftgæði.is
Svifrykið sem myndast þegar flugeldum er skotið upp er fíngerðara en umferðartengt svifryk og hlutfall smæstu agnanna, PM 2,5 og PM1 hærri. Þær agnir fara lengra niður í lungu og eiga greiðari aðgang inn í blóðrásina. Af þeim sökum er fínasta svifrykið mun hættulegra heilsu en stærri agnirnar.