Sundlaugar, söfn og Fjölskyldugarður um páskana

Páskalegt blómaker í borginni.

Um páskana er um að gera að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, hér eru upplýsingar um opnunartímana.

Sundlaugarnar

Sundlaugar borgarinnar verða mikið opnar og hér má sjá opnunartíma allra lauganna í borginni yfir hátíðarnar.

Skoða afgreiðslutíma

Listasafn Reykjavíkur

Opið verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur um páskahátíðina að páskadegi undanskildum. Á þessu ári hafa verið opnaðar fjölbreyttar nýjar sýningar sem tilvalið er að njóta næstu daga.

Skoða vef Listasafns Reykjavíkur

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 

Opið verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla páskadagana frá kl. 10 til 17, sem og dagana fyrir og eftir páska og hefðbundin dagskrá í kringum dýrin. Opið verður í hringekjunni og rugguskipinu Elliða (ef veður leyfir) frá skírdegi (28.mars) til og með annars dags páska (1.apríl) frá kl. 12:00 til 16:30. Krúttlegir kiðlingar taka á móti gestum í fjárhúsinu og önnur dýr verða í páskaskapi.

Vefur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins

Borgarsögusafn

Söfn Borgarsögusafns verða töluvert opin yfir hátíðarnar.

Árbæjarsafn

 • 28. mars skírdagur: 13:00-17:00
 • 29. mars föstudagurinn langi: Lokað
 • 30. mars laugardagur: 13:00-17:00
 • 31. mars páskadagur: Lokað
 • 1. apríl annar í páskum: 13:00-17:00

Aðalstræti

 • 28. mars skírdagur: 10:00-17:00
 • 29. mars föstudagurinn langi: 10:00-17:00
 • 30. mars laugardagur: 10:00-17:00
 • 31. mars páskadagur: 10:00-17:00
 • 1. apríl annar í páskum: 10:00-17:00

Sjóminjasafnið

 • 28. mars skírdagur: 10:00-17:00
 • 29. mars föstudagurinn langi: Lokað
 • 30. mars laugardagur: 10:00-17:00
 • 31. mars páskadagur: Lokað
 • 1. apríl annar í páskum: 10:00-17:00

Ljósmyndasafn 

28. mars – 1. apríl: Lokað

Nánar um söfnin á vef Borgarsögusafns

Borgarbókasafnið

Söfn Borgarbókasafnsins verða almennt lokuð 28. mars – 1. apríl, en hægt er að skila bókum og nota sjálfsafgreiðsluvélar í Úlfarsárdal, þar sem verður opið án þjónustu á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum.

Skoða vef Borgarbókasafns

 

Gleðilega hátíð!