Sundlaugar í Reykjavík sem loka vegna framkvæmda Veitna

Árbæjarlaug

Sundlaugar í Reykjavík sem loka vegna framkvæmda Veitna eru Breiðholtslaug og Árbæjarlaug.

Árbæjarlaug er lokuð frá og með 16. ágúst til og með 21. ágúst nk.

Breiðholtslaug er lokuð frá 20. ágúst til og með 21. ágúst nk.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun opna þessar laugar aftur fimmtudaginn 22. ágúst nk.

Vesturbæjarlaug er lokuð frá 19. ágúst til og með 23. ágúst vegna fyrirfram skipulagðra framkvæmda. Laugin opnar aftur laugardaginn 24. ágúst nk. 

Þær laugar sem eru opnar í Reykjavík eru:

Laugardalslaug

Sundhöll Reykjavíkur

Grafarvogslaug

Dalslaug

Klébergslaug