Styrkveitingar úr Vestnorræna höfuðborgasjóðnum 2024
Stjórn Vestnorræna höfuðborgasjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Tórshavn kom saman 3. júní síðastliðinn og tók fyrir þær umsóknir sem bárust sjóðnum á þessu ári.
Alls bárust 24 umsóknir í ár til borganna þriggja og samþykkti stjórn sjóðsins að styrkja 19 þeirra. Við ákvörðun stjórnar var m.a. metið hvort efni og umfang verkefna samrýmist reglum sjóðsins.
- Fimm umsóknir bárustu til Nuuk, þar af voru þrjár samþykktar.
- Til Tórshavnar bárust ellefu umsóknir og hlutu tíu styrk.
- Átta umsóknir bárust til Reykjavíkur, þar af fengu sex verkefni styrk.
Þau verkefni sem hlutu styrk frá Reykjavík voru:
- Þjóðbúningafélag Ísland – ferð þjóðbúningafélagsins til Færeyja að kynnast menningu og þjóðbúningahefð Færeyinga
- Diddú og drengirnir – tónleikaferð til Færeyja
- Kirkjukór Guðríðarkirkju – ferð til Tórshavnar með það að markmiði að stuðla að tengslum milli kirknanna og kóranna
- Ingi Bjarni Trio – tónleikar í Reykjavík og Tórshavn
- North Atlantic Islands Dance Network – Dansversmiðjur í Tórshavn og Stavanger
- Vox feminae kvennakór – tónleikaröð á Íslandi og í Færeyjum
Nánari upplýsingar er að finna í fundargerð Vestnorræna ráðsins.