Styrkveitingar úr Vestnorræna höfuðborgasjóðnum 2023
Stjórn Vestnorræna höfuðborgasjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Tórshavn kom saman til fundar fimmtudaginn 11. maí 2023 þar sem farið var yfir styrkjaumsóknir í sjóðinn.
Alls bárust 32 umsóknir og var samþykkt að styrkja 21 verkefni. 3 umsóknir bárust frá Nuuk og fengu tvær styrk, 9 bárust frá Tórshavn og 7 fengu styrk og svo voru það 20 umsóknir í Reykjavík og 12 sem fengu styrk.
Íslensku verkefnin sem fengu styrk eru eftirfarandi:
Ung norræn
6263 Wind Quintet
Flýgur tú lógv – concerts Tríó Ísey in the Faroe Islands
Augnablikin
EPTA Ísland
Post Menningarfélag – Heysahorn
Physical félagið - Connecting North Atlantic Islands through Dance Art
Kalak venskabs forening
Unison Strings Festival
Slagtog, félag um femíniska sjálfsvörn
Hunden Bakom Mannen – Losti kollektiv
RIFF
Nánari upplýsingar má finna í fundargerð Vestnorræna ráðsins.