Styrkveitingar úr Vestnorræna höfuðborgasjóðnum 2023

Ragnar Th. Sigurðsson
Loftmynd af Reykjavík 2023.

Stjórn Vestnorræna höfuðborgasjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Tórshavn kom saman til fundar fimmtudaginn 11. maí 2023 þar sem farið var yfir styrkjaumsóknir í sjóðinn.

Alls bárust 32 umsóknir og var samþykkt að styrkja 21 verkefni. 3 umsóknir bárust frá Nuuk og fengu tvær styrk, 9 bárust frá  Tórshavn og 7 fengu styrk og svo voru það 20 umsóknir í Reykjavík og 12 sem fengu styrk.

Íslensku verkefnin sem fengu styrk eru eftirfarandi:

Ung norræn                                                                            

6263 Wind Quintet

Flýgur tú lógv – concerts Tríó Ísey in the Faroe Islands

Augnablikin

EPTA Ísland

Post Menningarfélag – Heysahorn

Physical félagið - Connecting North Atlantic Islands through Dance Art

Kalak venskabs forening

Unison Strings Festival

Slagtog, félag um femíniska sjálfsvörn

Hunden Bakom Mannen – Losti kollektiv

RIFF

Nánari upplýsingar má finna í fundargerð Vestnorræna ráðsins.