Streymisfundur um landfyllingu í Nýja Skerjafirði

Umhverfi Skipulagsmál

Loftmynd af fyrirhugaðri landfyllingu í Skerjafirði

Streymisfundur fyrir almenning um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við landfyllingu í Skerjafirði  verður haldinn og sendur út 13. janúar 2022 kl. 19.30. Fundurinn verður sendur út á reykjavik.is og facebooksíðu Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg lagði fram í nóvember 2021 frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við landfyllingu í Nýja Skerjafirði. Hægt er að leggja fram skriflegar athugasemdir og þurfa þær að berast eigi síðar en 25. janúar 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Í þessari frummatsskýrslu er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og áhrif hennar metin á eftirfarandi þætti: Gróður, strand- og sjávarlífríki, fuglalíf, strauma, fornminjar, verndarsvæði, landslag og ásýnd, umferð, umferðarmyndun og öryggi, hljóðvist og loftgæði, útivist, hjóla- og göngustíga. Framkvæmdin er talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar telur framkvæmdaraðili að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki.

Streymdisfundurinn er sendur út á síðunni Nýi Skerjafjörður og facebooksíðu Reykjavíkurborgar. Hér er viðurburðurinn. 

Tenglar

Upplýsingasíða um fundinn og skipulagið

Landfylling í Nýja Skerjafirði - Reykjavíkurborg

Nýi-Skerjafjörður - Fornleifaskrá og húsakönnun