Í bréfi sem skóla- og frístundasvið sendi á foreldra allra grunnskólabarna í gær er áhersla lögð á samstöðu samfélagsins alls til að stemma stigu við hnífaburði barna og ungmenna.
Borið hefur á því að börn hafi verið með hnífa á sér í skóla- og frístundastarfi sem er óásættanlegt og er ítrekað mikilvægi þess að foreldrar setji skýr mörk og hugi að verndandi þáttum. Vopnaburður er stranglega bannaður í skóla- og frístundastarfi og verði börn uppvís að slíku verður vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt bæði til barnaverndar og lögreglu.