Sorphirðan um páskana

Sorphirða

Gleðilega páska og takk fyrir að flokka! Mynd/Róbert Reynisson
Verið að tæma svarta tunnu í sorpbíl.

Páskakveðja frá starfsfólki sorphirðu Reykjavíkur! Unnið verður á skírdag en tekið verður páskafrí frá föstudeginum langa, 29. mars, til og með annars í páskum, 1. apríl. Unnið var síðastliðinn laugardag til að vega upp á móti þessum frídögum.

Grenndarstöðvar verða tæmdar á skírdag og einnig verður unnið við tæmingu þeirra á laugardaginn. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að skilja ekki eftir umfram sorp við gámana ef komið er að fullum gámum. Skila má öllum úrgangsflokkum á endurvinnslustöðvar Sorpu, sem verða opnar á skírdag, fimmtudaginn 28. mars, og laugardaginn 30. mars frá klukkan 12-18.30 en lokaðar á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Gleðilega páska og takk fyrir að flokka!

Teikning yfir opnunartíma um páska hjá Sorpu.