Sorphirða í gang aftur í fyrramálið

""

Byrjað verður að hirða sorp á fullu í Breiðholti í fyrramálið eftir að undanþága fékkst frá verkfalli Eflingar vegna lýðheilsusjónarmiða. 

Undanþágan gildir til 6. mars nk. Öll sorphirða í Reykjavík er á eftir áætlun vegna verkfallsins. Byrjað verður að hirða sorp í Breiðholti strax í fyrramálið og biður sorphirðan íbúa sérstaklega um að moka vel frá sorpílátum og tryggja aðgengi að sorpgeymslum. Þá er nauðsynlegt að ganga vel frá aukaúrgangi í gráa plastpoka til að flýta fyrir hirðu. Eftir að hirðu lýkur í Breiðholti um miðja viku verður farið í að hirða sorp í Árbæ en ekki náðist að hirða sorp í þessum tveimur hverfum áður en ótímabundið verkfall Eflingar hófst.

Aðeins verður hirt blandað heimilissorp í þessari viku en hvork pappír né plast.  

Hægt er að losa sig við flokkaðan úrgang á endurvinnslustöðvum SORPU og á grenndarstöðvum víðsvegar um borgina.

Settar verða inn daglegar upplýsingar um sorphirðu í borginni á næstu dögum hér

Sjá nánar á vefsíðu SORPU: