Sorphirða í Árbæ á morgun

Umhverfi

""

Mikil áhersla er lögð á að íbúar  moki frá sorpílátum og tryggi greitt aðgengi að sorpgeymslum.

Sorphirðan nær að öllum líkindum að hefja hirðu í Árbæ á morgun. Mikil áhersla er lögð á að íbúar  moki frá sorpílátum og tryggi greitt aðgengi að sorpgeymslum svo hirða gangi hratt og vel fyrir sig.  Nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að þeim fyrirmælum en sorphirðan er þá nauðbeygð til að skilja úrganginn eftir. Hægt er að setja umframsorp í stóra plastpoka og binda vel fyrir. Lausir pokar verða ekki hirtir. Aðeins er tekið blandað heimilissorp. Íbúar geta farið með flokkunarefni á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar Sorpu. Hjálpumst að og látum þetta ganga vel. Með fyrirfram þökk fyrir veitta aðstoð.