Skráning í leikskóla milli jóla og nýárs stendur yfir

Skóli og frístund

Leikskóli

Skráning vegna vistunar í leikskóla virka daga á milli jóla og nýárs stendur til 10. desember næstkomandi.

Þau sem óska eftir vistun fyrir barn virku dagana á milli jóla og nýárs þurfa að óska eftir því með því að skrá barnið í vistun. Greiða þarf sérstaklega fyrir þá daga sem barn er skráð hvort sem barnið mætir eða ekki. Gert er ráð fyrir að börn sem ekki eru skráð verði í fríi. Í ár eru þetta tveir dagar, föstudagurinn 27. og mánudagurinn 30. desember.

Skráning fer fram á Mínum síðum.