Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Á þessum stöðum hefur safnast mikill mannfjöldi ár hvert og með þessu er verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda.
Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01.
Þá má geta þess að Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu.
Frumkvæði íbúa
Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu.
Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún.
Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim.
Tengt efni:
Leiðbeiningar / Instructions:
Landakotstún / at Landakot:
Skólavörðuholt / at Hallgrimskirkja:
- Áramótin á Skólavörðuholti
- New Year’s Eve at Hallgrímskirkja
- Sylwester na obszarze wokół kościoła Hallgrímskirkja
- Feux d'artifice près Hallgrimskirkja
- 在 Skólavörðuholt 大教堂新年前夜
- Silvester an der Hallgrímskirche
Klambratún / at Kalbratún: