Skólasetning frestast í þremur skólum vegna Covid-19 smita 

Covid-19 Skóli og frístund

""

Covid-19 smit hafa komið upp í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og Hvassaleitisskóla og þarf því að fresta skólasetningu.

Fresta þarf skólasetningu í Hvassaleitisskóla, Álftamýrarskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar vegna sóttvarnaraðgerða  vegna Covid-19 smita  sem komið hafa upp í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og Hvassaleitisskóla. 

Skólasetningu sem ráðgerð var eftir helgi verður frestað af þeim sökum.  Skólarnir verða í sambandi við foreldra til að upplýsa þá frekar og veita leiðsögn um heimavinnu nemenda. 

Starfsemi frístundaheimila í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla verður með óbreyttu sniði.