Skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk - Reykjavík - Nantes

Nantes Reykjavík

Tónlistarborgin Reykjavík, L’Institut français, City of Nantes, Hafnarhaus og Trempo í Nantes bjóða upp á skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar frá Nantes.

Markmið verkefnisins er að byggja brú á milli borganna tveggja og tónlistarsamfélaga þeirra, sem og hlúa að sjálfbæru samstarfi í gegnum krafta tónlistar og sköpunar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi, Alliance Française de Reykjavik, ÚTÓN og STEF. 

Vinnudvölin býður útvöldum einstaklingi tækifæri til að skapa tónlist í fullbúnu hljóðveri og æfingarými í 2-3 vikur, án tiltekinna kvaða um endanlega útkomu þeirrar vinnu. Dvölin er jafnframt einstakt tækifæri fyrir viðkomandi til að tengjast tónlistarsenunni í Nantes og þar með Frakklandi, jafnt öðru listafólki sem aðilum úr tónlistariðnaðinum. 

Umsóknarkröfur

  • Viðkomandi þarf að vera tónlistarmaður/kona (tónskáld, flytjandi eða upptökustjóri)
  • Æskilegt er að viðkomandi sé komin/n nokkuð áleiðis með að byggja upp feril og hafi tónlistarlegt og faglegt bakland. 
  • Þarf að vera “export-ready”
  • Tónlistarflokkar: Popptónlist / avant garde / elektróník / tilraunakennd tónlist / djass / sígild og samtímatónlist.
  • Viðkomandi þarf að vera vanur því að vinna sjálfstætt.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að leiða vinnustofur eða meistaranámskeið.
  • Skilyrði er að umsækjandi sé meðlimur STEFs.

Hvað er í boði?

  • Umsækjandi sem verður fyrir valinu fær: 
  • Ferðakostnað frá Íslandi til Nantes og til baka greiddan 
  • Gistiaðstöðu
  • Dagpeninga (30 evrur á dag) í Nantes
  • Verkefnastyrk (750 evrur). 
  • Æfingahúsnæði sem staðsett er í Trempo, Nantes. Innan ramma þessa samstarfsverkefnis býðst einnig vinnuaðstaða í hljóðveri Trempo (fyrir tæknilista hafið samband við asa.dyradottir@reykjavik.is)
  • Listræn aðstoð og stuðningur frá teymi Trempo. Fundir og tengslamyndun við tónlistarsenuna í Nantes

Tónlistarmanneskjunni býðst að: 

  • Koma fram á tónleikum í Trempo 
  • Leiða vinnustofu, sem greitt er fyrir, í Trempo. Þema vinnustofunnar verður valið í samstarfi við þann umsækjanda sem fer út.

Trempo

Trempo er einstök tónlistarstofnun sem hefur helgað sig öllu sem viðkemur iðkun, sköpun, framleiðslu og flutningi nýrrar tónlistar. Hún var stofnuð árið 1990 og hefur verið staðsett í 7 hæða byggingu í hjarta Nantes. Rýmið samanstendur af 2300 m2 vinnurými, 16 hljóðverum, verönd og bar.

Tímasetning

Tímasetningin sem er áætluð fyrir vinnudvölina fyrir tónlistarmanneskju frá Reykjavík í Nantes er haust 2023. Nákvæm tímasetning verður ákveðin í samráði við þann umsækjanda sem verður valinn.  

Umsókn

Vinsamlegast athugið að umsókn þarf að svara á ensku. Það sem þarf að koma fram í umsókn:

Umsóknarfrestur er til hádegis þann 29. mars 2023.

Umsóknum verður svarað í byrjun apríl.

Spurningar berist til: asa.dyradottir@tonlistarborgin.is