Þær stofn- og tengibrautir sem Reykjavíkurborg þjónustar voru hálkuvarðar í nótt. Sex bílar voru kallaðir út kl. 4.30, þrír bílar í austurhluta borgarinnar og þrír í vestur og hálkuvörðu þeir með pækli.
Vetrarþjónustutímabil er ekki hafið og því engar vaktir í gangi og verktökum ekki skylt að vera tilbúnir í útkall. Eftirlitsmaður reiknar þó með þessu í gærkvöldi og nær að kalla út sex bíla.
Snjóvakt með skipulögðum bakvöktum er í Reykjavík frá því í nóvember til loka mars (frá 46. viku til loka 13. viku). Aðstæður eru metnar oft, meðal annars kl. 3.00 á nóttunni. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar eru ræstir út þegar aðstæður kalla á viðbrögð. Hér er hægt að lesa meira um snjó og hálkuvarnir í Reykjavíkurborg.