Borgarráð samþykkti í dag tillögu skóla- og frístundasviðs um að fara í þriggja ára tilraunaverkefni sem felst í því að skóladagur unglinga hefjist í fyrsta lagi 08:50 að morgni. Verkefnið hefst næsta haust og geta stjórnendur og starfsfólk ákveðið skólabyrjun seinna að morgninum eða eins og best hentar starfi hvers skóla.
Mikill meirihluti hlynntur seinni skólabyrjun
Talsverður aðdragandi hefur verið að þessari samþykkt og hefur tilraun með seinni skólabyrjun í Vogaskóla gefist vel. Þegar tilraunin hefst í haust verður skipulag haft með þeim hætti að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá meðal annars með nánara samspili við þá sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög.
Í desember tóku 7000 börn þátt í vel heppnaðri umræðu um seinkun skólabyrjunar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Dr. Erla Björnsdóttir sérfræðingur í svefni, og Ólöf Kristín Sívertsen hjá fagskrifstofu grunnskóla tóku samtalið við unglingana í skólunum í gegnum fjarfundabúnað. Unglingarnir svöruðu líka spurningum um efnið og koma fram að mikill meirihluti er hlynntur seinni byrjun skóladagsins.
- Nánar er farið yfir svör við spurningunum í frétt sem birt var eftir fundinn
- Fundargerð borgarráðs og niðurstöður svefnrannsóknarinnar