Samstarfsverkefni um lausnir í loftslagsmálum

Fundur SPARCS á Íslandi var haldinn í Grósku

Samráðsfundur tæplega 50 fulltrúa frá sjö Evrópulöndum var haldinn í Reykjavík í júní 2023. Þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn í sjálfbærni, stjórnarháttum, snjallborgum, nýsköpun og borgarskipulagi komu saman í tengslum við SPARCS verkefnið, en það er stytting á Sustainable energy-Positive and zero-cARbon CommunitieS og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu.

Þessi þriggja daga fundur fór fram í Grósku nýsköpunarmiðstöð og höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, auk þess sem farið var í heimsóknir og vettvangsferðir á Hlemm, Hellisheiði og í Vísinda- og nýsköpunarmiðstöð Háskóla Íslands (Vísindagarða - HÍ). 

Reykjavíkurborg kynnti nýjustu borgarþróunarverkefnin sín og vistkerfi nýsköpunar fyrir gestum. Gestirnir mættu til að deila þekkingu sinni hvernig ná megi kolefnishlutleysi og vinna að margvíslegum loftslagslausnum, með sérstakri áherslu á jákvæða orkuumhverfið (Positive Energie District - PED)

Nánari upplýsingar: