Samskipti og sambönd þema Viku6

Skóli og frístund

Vika& undirbúin

Samskipti og sambönd eru þemu Viku6 nú þegar vikan er haldin í fimmta sinn. Eins og áður eru efnistökin í höndum unglinga í Reykjavík og því verður lögð áhersla á heilbrigð og jákvæð samskipti.

Mikilvægt að læra að þekkja óheilbirgð samskipti

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir þetta í annað sinn sem unglingarnir velja þema í þessum dúr. Fyrir fjórum árum völdu þau samskipti og tilfinningar og því mikilvægt að fara yfir hvernig hægt sé að viðhalda góðu sambandi og að læra að þekkja einkenni óheilbrigðra samskipta og sambanda. Efnið segir hún eiga fullt erindi við allan aldur. „Það er til dæmis mikilvægt að tala um og gera sér grein fyrir hvað er að vera góður vinur. Það er ævilangt verkefni að æfa sig í samskiptum. Óheilbrigð samskipti og jafnvel ofbeldi í samskiptum getur líka átt við vinasambönd og fjölskyldusambönd,“ segir Kolbrún Hrund. 

Mikilvægt að börn og unglingar viti hvert þau geta leitað

Ef að börn og unglingar upplifa sig í ofbeldissambandi- eða samskiptum er mikilvægt að þau viti hvert þau geti leitað. „Við bendum fyrst á að tala einhvern fullorðin sem þau treysta og þá velta fyrir sér hverjum þau treysta,“ segir Kolbrún. Að sama skapi getur verið gott fyrir fullorðna að velta fyrir sér og kynna sér hvernig þeir geta brugðist við og verið til staðar. Börn og unglingar geta líka haft samband milliliða laust með því að hringja í 1717 eða fara á Sjúktspjall Stígamóta sem er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 20 ára. Annar möguleiki er að hafa samband í gegnum netspjall 112 þar sem engin rafræn fótspor eru rakin og hægt er að fá ráðgjöf og hlustun í fullum trúnaði. Þá er ábendingalína Barnaheilla opin en þangað er hægt að tilkynna um stafrænt ofbeldi s.s. dreifingu nektarmynda.

Dregið hefur úr klámáhorfi

Ný rannsókn frá Rannsóknum og greiningu sýnir að árangur er af fræðslu síðustu ára. Þannig hefur klámáhorf stráka í 8. til 10. bekk minnkað umtalsvert frá árinu 2021. Það ár voru 21% drengja sem sögðust aldrei skoða klám en árið 2023 var hlutfallið komið í 46%. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sem kynnti rannsóknina fyrir starfsfólki Reykjavíkurborgar, segir jákvæðar breytingar eiga sér stað og hrósaði Reykjavíkurborg fyrir þá vinnu sem hefur verið lögð í tala gegn því að það sé eðlilegur hluti af lífi stráka að horfa á klám.

Skýrsla R&G

Félagsmiðstöðvarnar hafi verið mjög virkir þátttakendur í Viku6 og þátttaka skólanna eykst með hverju ári. Nánast allir grunnskólar borgarinnar taka þátt að einhverju leyti, sumir taka alla viku6 í kynfræðslu, aðrir taka einhverja daga í verkefnið og enn aðrir samþætta það annarri kennslu að hluta eða öllu leyti.

Vika6