Samkomulag um ofbeldislausa  og örugga skemmtistaði

Mannréttindi

""

Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vilja með samkomulagi sameinast um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.

Af því tilefni var í dag haldin kynningarfundur fyrir þá sem reka skemmtistaði og þeim boðið að skrifa undir samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Samkomulagið  miðar að því að bæta samskipti og samstarf milli hlutaðeigandi aðila til að ná fram markmiðum þess. 

Meginmarkmiðið er að skemmtistaðir í Reykjavík verði ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Stefnt er að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þ.m.t. kynferðisleg og kynbundin áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist t.d. á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.   

Til að þetta takist verða allir að vinna saman að settu marki þ.e. forsvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, lögreglan, slökkviliðið og Reykjavíkurborg.

Gerð hefur verið stefna til að auðvelda samningsaðilum að ná samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði.

Aðilar að samkomulaginu skulu skipa teymi sem fundar ársfjórðungslega í þeim tilgangi að meta árangur samstarfsins. Lögreglan boðar til þeirra funda. Teymið skal halda utan um samskipti og samstarf við einstaka skemmtistaði sem gerast aðilar að samkomulaginu. Fulltrúar teymsins skulu fara a.m.k. árlega í úttekt á þá skemmtistaði sem eru aðilar að samkomulaginu ásamt forsvarsmönnum hans og veiti eigi síðar en mánuði seinna umsögn um hvernig gengur. 

Frekari upplýsingar um teymið má finna hér ásamt upplýsingum um þá skemmtistaði sem taka þátt í verkefninu.

Samkomulag um ofbeldislausa  og örugga skemmtistaði