Samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík

Framkvæmdir Mannlíf

""

Efnt er til viðamikillar samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð 

Markmið samkeppninnar er að velja til samstarfs listamann/listamenn til að vinna að listaverki til útfærslu í hverfinu.

Efnt er til viðamikillar samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð 

Markmið samkeppninnar er að velja til samstarfs listamann/listamenn til að vinna að listaverki til útfærslu í hverfinu.

Í deiliskipulagi Vogabyggðar kemur fram að listaverk skuli vera þar hluti af heildarhönnun og  veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs með það að leiðarljósi að skapa örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa.

Verja á allt að 140 milljónum króna til til kaupa á einu eða fleiri listaverkum og er það í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð og má ætla að listaverk verði afgerandi kennileiti á svæðinu.

Samkeppnin er framkvæmd í samræmi við samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) – lokuð samkeppni með opnu forvali.

Listamenn sem veljast til þátttöku í samkeppninni munu hafa aðgang að upplýsingum og ráðgjöf frá hönnunarteymi arkitekta, landslagsarkitekta og verkfræðinga sem útfæra almenningsrými og götur Vogabyggðar. 

Skilafrestur umsókna til þátttöku í forvali er 2. maí og velur forvalsnefnd allt að átta listamenn til að senda inn útfærðar samkeppnistillögur. Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vefsíðunni reykjavik.is/listaverk-vogabyggd

Stefnt er að því að úrslit verði kunn í lok ársins og að verkið, eitt eða fleiri, verði unnið í samhengi við framkvæmdahraða í Vogabyggð. 

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkum í Vogabyggð og stendur að baki samkeppninni.