Sameinaður leikskóli fær nafnið Nes

Skóli og frístund

""

Niðurstaða úr hugmyndasamkeppni liggur nú fyrir í Víkur- og Staðahverfi í Grafarvogi. 

Um síðustu áramót voru tveir leikskólar í Víkur- og Staðahverfi í Grafarvog sameinaðir, leikskólarnir Hamrar og Bakki. Á vormisseri hafa foreldrar, börn og starfsfólk velt fyrir sér nafni á nýja leikskólann og bárust 37 tillögur í hugmyndasamkeppni, en nafnahugmyndum var safnað í kassa sem settir voru upp í leikskólunum tveimur.

Nafnanefnd fór yfir allar tillögur og lagði til að sameinaður leikskóli yrðii látinn heita Nes, en starfsstöðvarnar tvær haldi sínum nöfnum; Hamrar og Bakki. Tillagan var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í dag. 

Nafnið Nes má rekja til Geldingarness annars vegar og Álfsness hins vegar. 

Íbúum í Staða- og Bakkahverfi er óskað til hamingju með nýja nafnið á sameinuðum leikskóla.