Saga húsanna í Viðey

Mannlíf Menning og listir

""

Sunnudaginn 12. ágúst mun Magnús Sædal Svavarsson fræða gesti Viðeyjar um sögu húsanna í Viðey og þeirra tímamóta minnst að í ár verða liðin 30 ár frá því að Viðeyjarstofa og kirkja voru tekin í notkun í núverandi mynd eftir gagngerar endurbætur.

Viðeyjarstofa er eitt elsta hús lands­ins og fyrsta stein­húsið sem reist var á Íslandi. Var hún byggð á árunum 1752–1755. Árið 1996 gaf ríkið borginni hin sögufrægu hús í tilefni af 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur og lauk framkvæmdum tveimur árum síðar.

Magnús var framkvæmda- og byggingarstjóri endurbyggingarinnar en hann var byggingarfulltrúi borgarinnar árin 1993-2011 og þekkir því sögu húsanna í Viðey vel. Hann mun fara yfir víðan völl í umfjöllun sinni og gestir munum fylgja Magnúsi í vettvangsskoðun um húsin.

Endurgerð húsanna þykir afar vel heppnuð og er rekstur húsanna nú á hendi Borgarsögusafns Reykjavíkur. Nú 30 árum eftir endurbygginguna eru húsin í mjög góðu ástandi og starfsemi í Viðey blómstrar. Það má því segja að byggt sé á traustum grunni.

Siglt er samkvæmt áætlun frá Skarfabakka kl. 13:15 en þeir sem vilja fá sér hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir gönguna geta siglt kl. 12:15. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna.

Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.550 kr. fyrir fullorðna, 1.400 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 775 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.

Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins sigla frítt.

Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.