Reykjavíkurborg og ÍBR styrkja þátttöku fjögurra kvenna á Ólympíuleika fatlaðra 2024

Íþróttir og útivist

Íþróttakonur sitja við borð með styrki og blóm og þrír karlmenn standa fyrir aftan þær í uppstilltri mynd.

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur styrkja þátttöku fjögurra kvenna sem hafa tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikum fatlaðra eða Paralympics. Þetta eru frjálsíþróttakonurnar Erna Sóley Gunnarsdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) og Ingeborg Eide Garðarsdóttur úr Ármanni, og sundkonurnar Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir úr Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík (ÍFR).

Hver og ein þeirra fær styrk að upphæð ein milljón króna.