Reykjavík fyrir ungmenni
Á morgun þriðjudaginn 10. desember heldur mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð Reykjavíkurborgar opinn fund í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda. Að þessu sinni verður rætt um málefni ungmenna í Reykjavík.
Flutt verða erindi þar sem fjallað er um velferð ungmenna og umhverfi þeirra. Þá verður einnig flutt erindi um nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum.
Fundurinn hefst klukkan 11.30 – 13.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal.
Dagskrá:
11.30 Setning fundar
Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar
11.40 Íslenska æskulýðsrannsóknin – Hvað segja börn og ungmenni?
Ragný Þóra Guðjohnsen faglegur stjórnandi ÍÆ og dósent við menntavísindasvið Háskóla íslands
Fjallar um íslensku æskulýðarannsóknina og niðurstöður rannsóknarinnar, um viðhorf barna og ungs fólks til ýmissa þátta sem snúa að farsæld þeirra.
11.55 Flotinn flakkandi félagsmiðstöð – Áskoranir og viðbrögð
Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar
Flotinn, er flakkandi félagsmiðstöð hjá skóla- og frístundasviði sem sinnir vettvangsstarfi í hverfum utan opnunartíma félagsmiðstöðva. Tilgangur Flotans er að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi ungmenna.
12.10 Sjúk ást
Drífa Snædal talskona Stígamóta
Sjúk ást er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum.
12.25 Umræður
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir
Léttur hádegisverður í boði!
Fundarstjóri: Magnús Davíð Norðdahl