Ragnheiður verður mannauðsstjóri

Skóli og frístund

""

Ragnheiður E. Stefánsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Ragnheiður hefur lokið MA gráðu í mannauðsstjórnun, en áður hafði hún lokið B.ed. kennaramenntun. Þá hefur hún einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá EHÍ og stjórnendamarkþjálfun frá HR.



Ragnheiður á að baki langan starfsaldur hjá Reykjavíkurborg eða um 30 ár. Hún hefur á þessum tíma m.a. unnið sem stjórnandi, fræðslustjóri, jafnréttisráðgjafi, mannauðsráðgjafi og starfsmannastjóri, lengst af hjá ÍTR en hjá SFS frá stofnun sviðsins. Síðast liðinn maí tók Ragnheiður við starfi mannauðsstjóra á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.



Þá hefur Ragnheiður einnig verið stundakennari við HÍ og kenndi þar stjórnun í 8 ár. Ragnheiður hefur einnig haldið fjölmörg námskeið á sviði stjórnunar og mannauðsmála, hjá Reykjavíkurborg, Endurmenntun HÍ og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.