Rafmögnuð hraðakeppni | Reykjavíkurborg

Rafmögnuð hraðakeppni

fimmtudagur, 20. september 2018

Í tilefni samgönguviku var efnt til hraðakeppni milli rafhjóls, rafbíls og rafstrætó. Mikil keppnisgleði ríkti þegar lagt var af stað, Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur keppti á rafhjóli, Edda Björgvinsdóttir leikkona tók rafstrætó og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri keyrði rafbíl. 

 • Litlu munaði á milli rafhjóls og rafstrætó, Ævar kom 12 sek á undan Eddu í mark.
  Litlu munaði á milli rafhjóls og rafstrætó, Ævar kom 12 sek á undan Eddu í mark.
 • Hér má sjá leiðina sem keppendur fóru. Edda og Jón Gnarr fóru 7.6 km en Ævar 9.2 km
  Hér má sjá leiðina sem keppendur fóru. Edda og Jón Gnarr fóru 7.6 km en Ævar 9.2 km
 • Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur keppti á rafhjóli, Edda Björgvinsdóttir leikkona tók rafstrætó og Jón Gnarr fyrrverandi borga
  Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur keppti á rafhjóli, Edda Björgvinsdóttir leikkona tók rafstrætó og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri keyrði rafbíl. 
 • Plássþörf samgangna
  Plássþörf samgangna
 • Ferðamátar í Reykjavík 2017
  Samkvæmt könnuninni sem gerð var í Reykjavík voru 73% allra ferða farnar á einkabíl, 7% á reiðhjóli og 4% ferða voru farnar með strætisvögnum.

Edda Björgvinsdóttir tók rafstrætó á leið nr. 3 frá Mjódd en þurfti að bíða í 6 mín áður en vagninn kom, 9 stopp voru á leiðinni. Jón Gnarr fór sömu leið á rafbíl en töluverð umferð var á leiðinni. Í upphafi þurfti hann að ganga að bílnum og í lokin finna stæði og leggja. Hann fékk að leggja ókeypis í 90 min vegna þess að hann var á vistvænni bifreið. (Reglur um vistvæna bíla)  Ævar Þór hjólaði 9.2 km. 

Litlu munaði á milli rafhjóls og rafstrætó, Ævar kom 12 sek. á undan Eddu í mark. Fyrrverandi borgarstjóri kom síðastur í mark á rafbílnum. Hér er hægt að horfa á myndband úr keppninni.

Úrslit keppninnar

 1. sæti. Ævar Þór Benediktsson, rafhjól: 24 mín 55 sek.
 2. sæti. Edda Björgvinsdóttir, rafstrætó: 25 mín 07 sek.
 3. sæti. Jón Gnarr, rafbíll: 29 mín 44 sek. 

Vöxtur í samgöngum í Reykjavík

Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði í 31. Janúar 2018. Samkvæmt könnuninni sem gerð var í Reykjavík voru 73% allra ferða farnar á einkabíl, 7% á reiðhjóli og 4% ferða voru farnar með strætisvögnum. Innstigum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 9,0 milljónum árið 2011 í 11,7 milljónir árið 2017. Nánar um könnun á ferðavenjum íbúa hér. 

Mánaðarlegur kostnaður

Mánaðarlegur kostnaður við að reka bensínbíl samkvæmt tölum FÍB er um 93.000 kr/mán.

Kostnaður á nýju rafhjóli er um 6.000 kr/mán miðað við 3ja ára afborganir á hjóli sem kostar um 180.000 kr og árlegu viðhaldi upp á ca 14.500 kr.

Mánaðarlegur kostnaður á við ferðir í Strætó 6.000 kr/mán ef miðað er við að farþegi eigi árskort. Sjá gjaldskrá Strætó hér.