Pragya Agarwal rithöfundur er gestahöfundur Bókmenntaborgarinnar
Gestahöfundur Bókmenntaborgarinnar í samstarfsneti bókmenntaborga UNESCO 2024 er Pragya Agarwal, rithöfundur og fræðimaður. Hún mun dvelja í Gröndalshúsi dagana 1.-14. október.
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO rekur menningarhús í miðborg Reykjavíkur kennt við skáldið Benedikt Gröndal (1826-1907) sem þar bjó. Húsið stendur á horni Fishersunds og Mjóstrætis eftir flutning þess frá Vesturgötu 16a þar sem það stóð upphaflega í flæðarmálinu. Rithöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO gefst kostur á að sækja um mánaðardvöl í Gröndalshúsi á hverju ári. Í ár bárust 261 umsókn, frá 173 borgum í 66 mismunandi löndum.
Pragya Agarwal er atferlis- og gagnavísindamaður og stofnaði rannsóknarstofu sem rannsakar kynjamisrétti í heiminum. Pragya hefur haft prófessorsstöðu og starfsstöðu við ýmis fræðasetur um allan heim, svo sem Oxford og British Library.
Agarwal er höfundur fjögurra úrvals fræðibóka, þar á meðal 'Sway: Unravelling Unconscious Bias' (sem var Guardian 'Bók vikunnar'), 'Hysterical: Exploding the myth of gendered emotions' og '(M)otherhood: On the choices of being a woman'. Skrif hennar hafa einnig birst víða í The Guardian, New Scientist, Wired, Scientific American, Times Literary Supplement, Literary Hub, meðal annarra. Pragya hefur hlotið Transmission verðlaunin fyrir 'að gera flóknar vísindahugmyndir aðgengilegar' og Crucible NESTA verðlaunin fyrir 'nýsköpunarstarf á milli fræðasviða', og styrki frá Royal Society, Leverhulme Trust, British Academy, Society of Authors og Royal Society of Literature.
Hún hefur starfað sem ráðgjafi og fyrirlesari fyrir Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO, Alþjóða umhverfisstofnunina, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, lögreglustjóraembætti Bretlands, British Academy og fleiri. Pragya hefur einnig stjórnað tveimur hlaðvarpsþáttum: Outside the Boxes og Wish We Knew What to Say. Hún hefur komið fram á mörgum alþjóðlegum bókmenntahátíðum, þar á meðal Hay Festival, Cheltenham Book Festival, Edinburgh International Book Festival, Northern Ireland Science Festival, Bradford Literary Festival og Emirates Literature Festival. Árið 2023 var henni boðið að vera aðalfyrirlesari á M/OTHER hátíðinni í The Wheeler Centre (Melbourne) og tala á All About Women hátíðinni í Sydney óperuhúsinu.
Á meðan á dvölinni stendur mun Agarwal skoða dagbækur og skýrslur kvenna sem ferðuðust til Íslands, sérstaklega til Reykjavíkur á 18. og 19. öld, með því að nota skjalasöfn og minningabækur í þjóðbókasöfnum.