Pálmatré í Laugardal

Umhverfi Mannlíf

""

Garðyrkjufræðingar borgarinnar hafa gróðursett fimm pálmatré í Laugardalnum. Markmiðið er að kanna hvernig þessar plöntur dafna í íslenskri veðráttu en þær eru af sérstörku yrki frá Himalayafjöllum. 

Pálmatrén voru sett niður í góðu skjóli við Sunnuveg og verður vel fylgst með því hvernig þau pluma sig næsta vetur. Guðlaug Guðjónsdóttir og Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingar áttu frumkvæði að þessari tilraun og hafa umsjón með nýju plöntunum. Tilgangurinn er að auka við flóruna og prófa sig áfram með aukinni fjölbreytni í gróðri í borgarlandinu. Gaman verður að fylgjast með því hvernig þessi pálmatré þrífast í reykvískum vetri en búið verður vel um þau þegar kólna fer.