Óvirk umferðaljós á gatnamótum Bíldshöfða/Breiðhöfða

Samgöngur

Gatnamót Bíldshöfði/Breiðhöfði

Slökkva þarf á umferðarljósum á gatnamótum Bíldshöfða/Breiðhöfða á mánudaginn 16. desember. Stefnt er að því slökkva á þeim kl. 10:00  og verða þau óvirk allan daginn. 

ATH Upphaflega átti að vinna að ljósunum fimmtudaginn 12. desember en því var seinkað.

Er þetta gert vegna vinnu við endurnýjun umferðarljósabúnaðar, en m.a. er verið að skipta út perum fyrir LED, auk þess að umferðarljósin verða tengd miðlægri stýritölvu umferðarljósa.

Töluverð umferð er á gatnamótunum á annatíma og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.