Óþekktarormar á sýningu Brúðubílsins

Skóli og frístund Menning og listir

""
Sumar er komið þegar Brúðubíllinn fer á stjá. Hann forsýndi sumarsýninguna í Hallargarðinum í dag. 
Fjölmargir voru mættir til að njóta sýningarinnar, ungir sem gamlir og allir skemmtu sér vel. Á sýningunni var sungið um ýmsa óþekktarorma, s.s. hann Gutta sem margir kannast við.



Í sýningum Brúðubílsins er lögð áhersla á gleði, skemmtun og fræðslu. Inntak sýninganna í sumar verður;  Göngum vel um náttúruna, verum góð við blóm, dýr og börn og sérstaklega við hvert annað. Stjórnandi Brúðubílsins til 36 ára er Helga Steffensen. 
 
Á morgun þriðjudaginn 7. júní verður sýning kl. 14. í Árbæjarsafni. Sýningar Brúðubílsins eru ókeypis og miðast við yngstu kynslóðina.

 
Nánari upplýsingar um sýningar Brúðubílsins í sumar er að finna á www.fristund.is og www.brudubillinn.is.