Óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir leikskólastarf

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framúrskarandi leikskólastarf verða afhent á árlegri leikskólaráðstefnu þann 7. febrúar næstkomandi. 

Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlauna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk skóla- og frístundasviðs, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka. Alls verða þrjú leikskólaverkefni verðlaunuð og eru verplaunin í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips.

Tilnefningarfrestur er til 30. desember 2021. Sjá tilnefningarblað. 

Meira um hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs.