Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs | Reykjavíkurborg

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs

  • Frá afhendingu hvatningarverðlauna 2015 fyrir framsækið frístundastarf.
  • Frá afhendingu hvatningarverðlauna fyrir framsækið leikskólastarf árið 2015.
  • Frá afhendingu hvatningarverðlauna fyrir framsækið grunnskólastarf 2016.
  • Frá afhendingu hvatningarverðlauna 2014 fyrir framsækið frístundastarf.

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Markmiðið er að veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu fagstarfi í borginni og stuðla að nýbreytni.

Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripa. Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlaunanna; kennarar, starfsmenn, foreldrar og aðrar borgarstofnanir og er jafnan auglýst eftir tilnefningum í febrúar. Hvatningarverðlaunin eru afhent í lok skólaársins. 

Dómnefnd skipa fulltrúar skóla- og frístundaráðs og sviðsins, auk fulltrúa sem tilnefndir eru af fagfélögum og samtökum foreldra, SAMFOK.

Hvatningarverðlaun fyrir framsækið leikskólastarf verða afhent á árlegri fagráðstefnu leikskólastarfsfólks í febrúar 2018. 
Hvatningarverðlaun fyrir framsækið grunnskólastarf verða afhent á Öskudagsráðstefnu grunnskólanna sem verður 14. febrúar 2018.
Hvatningarverðlaun fyrir framsækið frístundastarf og samstarfsverkefni verða afhent á fagstefnunni Höfuð í bleyti í maí 2018.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 12 =