Opnað fyrir umsóknir um tónlistarnám

Skóli og frístund Menning og listir

""
Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir í tónlistarskóla vegna skólaársins 2016-2017 á vef borgarinnar að morgni þriðjudagsins 1. mars. 
Tónlistarskólar sem hafa verið með samning við Reykjavíkurborg fá greiðslur til að mæta öllum kennslu – og stjórnunarkostnaði vegna umsamins kennslumagns. Skólagjöld nemenda eru notuð til að mæta öðrum rekstrarkostnaði skólanna.

Ef spurningar vakna hvað varðar námið hafið vinsamlegast beint samband við viðkomandi tónlistarskóla.
 
 
Opnað verður fyrir umsóknir í skólahljómsveitir Reykjavíkurborgar síðar í vor og verða foreldrar þá látnir vita um skráningarfrest.