Tónlistarnám í Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við 18 einkarekna tónlistarskóla. Þeir eru sjálfstætt starfandi en njóta styrkja frá borginni. Allar umsóknir um nám í tónlistarskólum með samningum við borgina fara í gegnum Rafræna Reykjavík. Gjaldskrá tónlistarskólanna er frjáls. Eins starfa fjórar skólahljómsveitir í borginni: Vesturbæ - Miðbæ, Austurbæ, Árbæ - Breiðholti og Grafarvogi.

  • Tónlistarnám
    Tónlistarnám

Tónlistarskólar

Tónlistarskólinn á Klébergi er eini tónlistarskólinn sem er alfarið rekinn af Reykjavíkurborg, en aðrir tónlistarskólar eru sjálfstætt starfandi og njóta styrkja frá borginni.  Hver og einn hefur sína gjaldskrá.

Allar umsóknir um nám í tónlistarskólum í Reykjavík með samninga við borgina fara í gegnum Rafræna Reykjavík. Tónlistarskólinn beitir upplýsingar um námið og afgreiðslu umsókna.
Þær umsóknir sem snúa að jöfnunarsjóði, þ.e. vegna nemenda í framhaldsnámi í hljóðfæraleik og söng, fara að reglum sjóðsins.

Skólahljómsveitir

Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir. Þær starfa í Vesturbæ - Miðbæ, Austurbæ, Árbæ - Breiðholti og Grafarvogi. Meginmarkmið skólahljómsveitanna er að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms og stuðla að hæfni þeirra til að flytja og skapa tónlist, svo og að njóta hennar. Á fimmta hundrað nemenda stunda nám í skólahljómsveitunum og koma þeir á hverjum vetri fram við fjölmörg tækifæri sem tengjast skólastarfinu og viðburðum í þeirra hverfum.

Frístundakortið má nota til að greiða fyrir nám í skólahljómsveit.

Skólahljómsveit Vesturbæjar.
Skólahljómsveit Grafarvogs.

Skólahljómsveit Austurbæjar.
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?