Opnað fyrir umsóknir um ný leyfi fyrir götu- og torgsölu

Umhverfi

""

Athygli er vakin á því að opnað verður fyrir umsóknir um ný leyfi fyrir götu- og torgsölu mánudaginn 15. febrúar kl. 9.00. 

Götusala er leyfisskyld og tekur til hvers kyns sölustarfsemi sem fer fram á almannafæri utanhúss svo sem á torgum, gangstéttum og í almenningsgörðum. Minniháttar góðgerðarsölur, líkt og tombólur barna og ungmenna, eru ekki leyfisskyldar. Minnt er á að öll matsala er leyfisskyld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Minnt er á að fyrirkomulag á úthlutun leyfa breyttist í fyrra og ræðst ekki lengur eingöngu af því hvenær sótt er um.

Úthlutun leyfa byggir nú á kröfum um:

  • Fjölbreytt framboð á vöru og þjónustu.
  • Að útlit söluaðstöðu falli vel að nærumhverfi.
  • Að góð reynsla sé af sambærilegri starfsemi umsækjanda.

Sótt er um á vef Reykjavíkurborgar á Mínum síðum á Rafræn Reykjavík. Áhugasamir eru hvattir til að undirbúa umsóknir sínar vel.

Nánari upplýsingar:

Almennar upplýsingar um götu- og torgsölu 

Umsóknarvefur – Mínar síður á Rafrænni Reykjavík