Opið samtal borgarstjóra með íbúum í hverfum borgarinnar
Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður borgarbúum upp á opið samtal í hverfum borgarinnar á næstu vikum. Næstu tveir fundir verða haldnir laugardaginn 10. febrúar í Árbæjarhverfi kl. 11:00 og í Háaleitis og Bústaðahverfi kl. 14:00.
Fyrstu fundirnir voru haldnir í Grafarvogi og Breiðholti þann 27. janúar síðastliðinn og tókust mjög vel.
- Fundurinn í Árbæ verður haldinn í Árbæjarskóla laugardaginn 10. febrúar kl. 11:00
- Fundurinn í Háaleitis og Bústaðahverfi verður haldinn í Réttarholtsskóla laugardaginn 10. febrúar kl. 14:00
Meðal umræðuefna á fundinum:
- Hverju þarf að breyta í þínu hverfi?
- Hvað er vel gert?
- Hvað finnst þér að borgarstjóri eigi að gera?
Fundirnir eru um ein klukkustund að lengd og boðið er upp á kaffiveitingar. Börn eru sérstaklega velkomin og á hverjum stað verður barnahorn.
"Mér finnst mikilvægt að fara út í hverfin og hlusta á hvaða mál brenna á borgarbúum enda snýst starf okkar hjá Reykjavíkurborg um að þjónusta þá sem best. Hlakka til að sjá ykkur sem flest!” segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Boðið verður upp á tungumálaaðstoð fyrir þau sem þess óska.
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.
Öll velkomin.
Viðburðir á Facebook:
Árbær: https://www.facebook.com/events/1422029918712794
Háaleiti Bústaðir: https://www.facebook.com/events/7398889863494822
Næstu fundir eru sem hér segir:
- 2. mars: Grafarholti - Úlfarsárdal klukkan 11:00 og Kjalarnesi klukkan 14:00
- 16. mars: Hlíðar klukkan 11:00 og Laugardalur klukkan 14:00
- 6. apríl: Vesturbær klukkan 11:00 og Miðborg klukkan 14:00
Nánari upplýsingar um staðsetningar fundanna koma síðar.