Opið fyrir tilnefningar fyrir fyrirmyndar skóla- og frístundastarf

Skóli og frístund

Börn að leik á leikskóla.

Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs 2024 fyrir starf í leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi.  Hægt er að tilnefna til 31. janúar næstkomandi.

Viltu hvetja til góðra verka?

  • Viltu vekja athygli á gróskumiklu skóla- og frístundastarfi í borginni?
  • Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum, áhugaverðum samstarfsverkefnum í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfi?
  • Viltu veita fólkinu sem vinnur með börnum í skóla- og frístundastarfi viðurkenningu og hvatningu?

Allir geta tilnefnt

Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlauna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka. 

Hvatningarverðlaun skóla—og frístundaráðs vegna verða afhent á Menntastefnumóti þann 17. maí næstkomandi.

Smellið hér til að senda inn tilnefningar.