Fjallað er um leiðir að nýju námsmati og nýbreytni í skólastarfi í fréttabréfi skóla- og frístundasviðs sem komið er út.
Í fréttabréfi haustsins fjallar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um stefnumið í skóla- og frístundastarfinu og greint er frá áhugaverðum þróunarverkefnum í skólum, eins og verkefninu Út í mó, inn í skóg í leikskólanum Furuskógi. Þá er fjallað um þemavinnu í í Hólabrekkuskóla sem miðar að því að efla list-, verk- og tæknigreinar, um mat á frístundastarfi, nýtt námsmat og fleira.
Fréttabréfið er sent í rafrænu formi til allra foreldra og starfsfólks skóla- og frístundasviðs.