Nýjar stoppistöðvar Strætó á Snorrabraut
Nýjar stoppistöðvar fyrir Strætó bs verða settar upp á Snorrabrautinni við Laugaveg til bráðabirgða. Ástæðan er sú að nú styttist í að framkvæmdir við Hlemm hefjist aftur en Strætó mun ekki aka þangað frá og með júníbyrjun 2024.
Þeir vagnar sem aka Snorrabraut í dag og stoppa á Hlemmi munu með öðrum orðum fá nýjar stöðvar við Snorrabraut, sitt hvoru megin við gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Leiðir sem aka suður Snorrabraut munu stoppa sunnan Laugavegar, milli Laugavegar og Grettisgötu, en leiðir sem aka norður Snorrabraut munu stoppa á nýrri stöð milli Laugavegar og Hverfisgötu.
-
Framkvæmd við biðstöð á Snorrabraut í suðurátt gerir ráð fyrir að gangstétt verði breikkuð og núverandi bílastæði fjarlægð. Biðstöðin verður einungis nýtt í styttri stopp og ekki sem tímastilling.
-
Framkvæmdin við biðstöð á Snorrabraut í norðurátt gerir ráð fyrir að biðstöð verði staðsett framan við Snorrabraut 29.