Nýi Skerjafjörður í gamla Munch safninu í Osló

Borgarhönnun

Frá opnuninni í gamla Munch safninu í Osló í dag.
Fólk  í sýningarsal að skoða myndband um Nýja Skerjarfjörð í gamla Munch safninu í Osló.

Nýtt hverfi í Skerjafirði er nú til kynningar á þríæringnum í Osló sem hófst í dag. Sýningarsvæðið er í gamla Munch safninu, sem margir þekkja en þríæringurinn fer fram á nokkrum stöðum í borginni. Sýningin stendur yfir til 30. október.

Heilmikið er um að vera í borginni af þessu tilefni, fyrirlestrar og fleira en hér er hægt að kynna sér dagskrána.

Hér er hægt að horfa á myndbandið sem er til sýnis í gamla Munch safninu.

     

    Í myndbandinu er farið í vinnuna á bak við hönnunarleiðbeiningarnar fyrir nýtt hverfi í Skerjafirði sem voru unnar af deild borgarhönnunar hjá Reykjavíkurborg en ráðgjafi verkefnisins er Mandaworks  í Svíþjóð.

    Nýi Skerjafjörður var valinn úr um 400 umsóknum sem eitt af sex verkefnum sem verða kynnt í svokölluðum „Open Call“ hluta þríæringsins

    Valið er byggt á hönnunarleiðbeiningunum fyrir nýtt hverfi í Skerjafirði, en í þeim eru lagðar markvissar línur fyrir vistvæna byggð en í leiðbeiningunum er sett fram heildarstefna um hönnun almenningsrýma á svæðinu.

    Á þríæringnum verða rannsakaðar leiðir til að skapa fyrirmyndarhverfi framtíðarinnar. Leitast verður við að svara spurningum eins og hvað einkenni góð hverfi og hvernig innviðir eins og götur geti nýst sem dvalarsvæði íbúa.