Ný deilihjólaleiga í Reykjavík

Samgöngur Umhverfi

""

Í morgun hóf  ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum. Hægt verður með appi að sjá laus hjól. Deilihjólaleigan verður notendum að kostnaðarlausu fyrstu vikuna.

Hundrað hjól verða til reiðu fyrst í stað og fengu borgarstjóri, formaður skipulags- og samgönguráðs og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs að prófa fyrstu hjólin.

Deilihjólaleigan er rekin undir merkjum  Donkey Republic sem býður hjól í mörgum borgum og geta notendur pantað hjól með appi í síma.  Kerfið á Íslandi er rekið af fyrirtækinu Framúrskarandi ehf. samkvæmt þjónustusamningi við borgina. Þjónustan er hönnuð fyrir borgarbúa en hægt verður að fá hjól í áskrift fyrir 3.500kr. á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þús. kr.  Stöðvarnar sem verða víða um miðborgina eru venjulegir hjólabogar og hjólin venjuleg götuhjól.

„Við trúum því að hjólreiðar og aðrar örflæðilausnir séu framtíð almenningssamgangna,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, verkefnastjóri. „ Hjólreiðar munu minnka umferðaröngþveiti, eru umhverfisvænni og gera manni kleift að stunda líkamsrækt á meðan maður ferðast“.

Tengt efni: