Ný borgarstjórn tekur til starfa

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar í borgarstjórnarsal Ráðhúss. Róbert Reynisson
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar í borgarstjórnarsal Ráðhúss.

Borgarfulltrúar komu saman í dag til fyrsta fundar í borgarstjórn eftir kosningarnar 14. maí 2022, en tilkynnt var um nýtt meirihlutasamstarf Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar í gær, 6. júní 2022.

Í upphafi fundar var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar kjörin forseti borgarstjórnar og tók hún þar með við fundarstjórn. Þá var Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar kosinn borgarstjóri en í upphafi árs 2024 tekur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins við embættinu.

Kosið var í ráð og nefndir.

  • Einar Þorsteinsson (B) – formaður borgarráðs
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata – formaður umhverfis- og skipulagsráðs
  • Skúli Helgason (S) – formaður menninga- íþrótta- og tómstundaráðs
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B) – formaður skóla- og frístundaráðs
  • Heiða Björg Hilmisdóttir (S) – formaður velferðaráðs

Kosningu í nýtt mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð var frestað til næsta borgarstjórnarfundar.

Upplýsingar um kosningar í önnur ráð og nefndir má finna á vef Reykjavíkurborgar.