Niðurstöður úr hugmyndaleit um Hlemmsvæðið | Reykjavíkurborg

Niðurstöður úr hugmyndaleit um Hlemmsvæðið

þriðjudagur, 8. maí 2018

Nýlega efndi Reykjavíkurborg til hugmyndaleitar um endurgerð Hlemmsvæðis. Þrjár stofur voru valdar til að spreyta sig á svæðinu en og voru tvær þeirra valdar til að vinnað áfram að verkefninu út frá nýju deiliskipulagi sem ætti liggja fyrir í haust.

  • Tillaga DLD - mynd
    Tillaga DLD - mynd
  • Tillaga DLD - mynd
    Tillaga Mandaworks

Matsnefndin taldi tillögur frá Mandaworks og DLD feikilega góðar en tillögur þeirra spila vel saman og má segja að það sem aðra skortir bæti hin upp. Ákveðið var því að freista þess að stofna til samstarfs milli þeirra um hönnun á torginu út frá forsendum deiliskipulags sem verður unnið á grunni tillagna hugmyndaleitarinnar.

Tillögur Mandaworks og DLD

Tillaga Mandaworks er sannfærandi og djörf. Hún grípur andann á Hlemmi sem nútímalegt borgarumhverfi. Í tillögunni er mikill leikur og sögulegar tengingar vel útfærðar með Rauðaránni sem læðist upp í gegnum gangstéttina sem gufa. Rýmismyndun er góð. Það er mikill kostur að raða hýsunum við norðurenda torgsins sem myndi styrkija götumynd Hverfisgötu. Tillagan ætti að gefa fólki ástæðu til að staldra við á svæðinu. Hún dregur líf og leik inn á svæðið sem er mjög áhugavert og þarft.

Tillaga DLD er hlý, nærgætin og umbreytir útliti svæðisins. Hún er sannfærandi og lífleg og styrkir svæðið fyrir viðburði og sem stað til að staldra við eða dvelja á.

Nefndin telur að tillögur Mandaworks og DLD séu sterkar saman og vegi hvor aðra upp. Mandaworks fangar andann á Hlemmi og er úthugsuð með tilliti til umferðarflæðis og styrkir þá ása sem mikið eru nýttir í dag. Hinsvegar skortir upp á hlýleika og gróður en þar liggur styrkleiki tillögu DLD og einnig má nefna að teymi DLD leysir væntanlegar Borgarlínustöðvar á einstaklega faglegan hátt.

Stefnt er að því að nýtt deiliskipulag liggi fyrir í haust og að þá geti hönnunarvinna hafist.

Tengill 

Mandaworks

DLD land design

Eldri frétt um hugmyndaleitina