Námskeið og sumarstarf fyrir börn og unglinga

Skóli og frístund

Börn og leiðbeinendur á sumarnámskeiði.

Í sumar verður fjölbreytt framboð af afþreyingu og fræðslu fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Upplýsingar um framboðið er að finna á á frístundavefnum www.fristund.is. Skráning á fyrstu námskeiðin hefst þriðjudaginn 25. apríl.

Skráning í sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar fer fram á umsóknarvef fyrir sumarfrístund. Athugið að við skráningu þarf að nota Rafræn skilríki eða Íslykil. Skráning í sumarstarf hjá öðrum en Reykjavíkurborg fer fram hjá viðkomandi félagi/aðila.

Framboðið er fjölbreytt og á frístundavefnum er meðal annars að finna starf frístundaheimila, félagsmiðstöðva, siglinganámskeið, sumarbúðir, íþróttanámskeið, reiðnámskeið og margt fleira.

Skráning hefst:

  • Í sumarstarf frístundaheimila (1.- 4. bekkur) þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:00
  • Í sértækt félagsmiðstöðvastarf (5.-10. bekkur) þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:00
  • Á dýranámskeið í Húsdýragarðinum (4.-6. bekkur) þriðjudaginn 25. apríl kl. 14:00
  • Í sumarsmiðjur félagsmiðstöðva (5.-7. bekkur) miðvikudaginn 3. maí kl. 10:00
  • Á siglinganámskeið í Siglunesi (3.-6. bekkur) fimmtudaginn 4. maí kl. 10:00

Skráning í sumarstarf frístundaheimilanna, sértækt félagsmiðstöðvastarf og siglinganámskeið þarf að fara fram fyrir kl. 12:00 á föstudegi eigi barn að byrja næsta mánudag á eftir. Foreldrum er bent á að skrá börn sín tímanlega þar sem takmarkaður fjöld plássa er í boði.

Breyttur opnunartími

Vakin er athygli á að breytingar hafa orðið á opnunartíma frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva á sumrin. Í stað þess að boðið sé upp á þjónustu kl. 9-16 og síðan sé hægt að kaupa viðbótarstundir kl. 8-9 og 16-17 verður fastur opnunartími í sumarfrístund kl. 8:30-16:30. Þá verða þessir starfsstaðir allir lokaðir í fjórar vikur en ekki viku styttra á einu frístundaheimili í hverjum borgarhluta eins og áður. Jafnframt hefur sú breyting orðið að börn sem skráð eru í viðkomandi grunnskóla hafa forgang á það frístundaheimili.

Ef foreldrar eru af erlendum uppruna og eiga lögheimili í Reykjavík (annað foreldri eða báðir) og barnið hefur búið á Íslandi skemur en eitt ár, eru þrjár vikur án endurgjalds í sumarstarf frístundaheimila og félagsmiðstöðva gegn umsókn þar um. Þessi afsláttur gildir ekki fyrir börn sem eru með lögheimili erlendis og koma tímabundið hingað til lands yfir sumarmánuðina. Athugið að þetta gildir aðeins ef það eru laus pláss þá viku sem sótt er um fyrir og það þarf einnig að skrá börnin á vefnum http://sumar.fristund.is.

Vinnuskólinn

Vinnuskóli Reykjavíkur býður nemendum úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla upp á sumarstörf. Foreldrar skrá sína unglinga á vefsíðu Vinnuskólans og þar má jafnframt finna nánari upplýsingar um starfið. Skráningarfrestur er til mánudagsins 15. maí.