
Nagladekk eru ekki leyfileg á götum borgarinnar eftir daginn í dag 15. apríl
Ókostir nagladekkja birtast með áberandi hætti um þessar mundir. Naglarnir valda hávaðamengun, sliti á götum, mengun, svifyrki, óþægindum í öndunarfærum og meiri eldsneytiseyðslu bifreiða. Það er því brýnt að losna við þessa tegund af dekkjum sem fyrst.
Fyrir bíl á nagladekkjum er mikill meirihluti svifryksframleiðslunnar vegna vegslits.Nagladekk slíta vegum 20 – 30 falt hraðar en ónegld dekk, því yfirgnæfa nagladekk framleiðslu svifryks vegna umferðar. Þetta kom fram í nýlegri rannsókn um áhrif hraða á mengun.
Lögreglan hefur leyfi til að sekta bílstjóra fyrir að keyra á nagladekkjum. Ökumenn eru því hvattir til að skipta um dekk undir bifreiðunum eins fljótt og auðið er.