No translated content text
Landskjörstjórn hefur tilkynnt hvar draga skuli mörk Reykjavíkurkjördæma fyrir alþingiskosningar þann 30. nóvember 2024.
Mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður skulu dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs:
Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi að Víkurvegi. Þaðan skulu mörkin dregin eftir Víkurvegi til austurs að Reynisvatnsvegi, í austur að Jónsgeisla og eftir Jónsgeisla.
Frá Jónsgeisla í beinni línu að gatnamótum Þórðarsveigs og Andrésarbrunns. Þaðan eftir miðlínu Þórðarsveigs að Marteinslaug og eftir Marteinslaug og þaðan í beinni línu að miðlínu Biskupsgötu. Eftir miðlínu Biskupsgötu að gatnamótum Reynisvatnsvegar. Þaðan eftir miðlínu Hólmsheiðarvegar allt til móts við Haukdælabraut 66 og þaðan skal dregin bein lína að borgarmörkum.
Nánari upplýsingar á stjornartidindi.is