Mikilvæg endurgjöf vegna loftslagsverkefna

Heimsók til orkufyrirtækis í Leipzig

Samstarfsverkefni sjö evrópska borga um aðgerðir í loftslagsmálum er að komast á lokastig, en því líkur formlega nú árið 2024 og af því tilefni var um miðjan desember efnt til vinnufundar til að veita gagnrýna endurgjöf. Verkefnið heitir SPARCS og það stendur fyrir Sustainable energy-Positive and zero-cARbon CommunitieS. Borgirnar sem taka þátt eru öll á þeirri vegferð að verða sjálfbær, vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög.  

Reykjavíkurborg ásamt Orkuveitu Reykjavíkur, sem tæknilegur samstarfsaðili, kom inn í verkefnið árið 2019. Verkefnið er fullfjármagnað rannsóknarverkefni frá ESB undir Horizon2020 rammaáætluninni með áherslu á margþættar lausnir til að ná kolefnishlutleysi. Evrópsku borgirnar sjö eru Leipzig, Espoo, Kladno, Maia, Kifissia og Lviv ásamt Reykjavík. 

Vinnufundurinn var haldinn í Leipzig 12.-14. desember 2023 og veittu verkefnisstjórn og sjálfstæðir ráðgjafar verkefnastjórum mikilvæga endurgjöf.  Á fundinum voru kynnt tvö tilraunaverkefni í Reykjavík. Annars vegar Grænt húsnæði til framtíðar og hinsvegar rannsóknir á virkum samgöngumátum í tengslum við breytingar sem eru að verða á Hlemmi.  Það er engin tilviljun að þessi tvö verkefni voru valin til skoðunar því samgöngur og mannvirkjagerð bera mesta ábyrgð losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Nýsköpun þessar verkefna felst í að byggja upp hvata til að efla orkuskipti og taka tillit til alls lífsferils bygginga í nýjum þróunarverkefnum, og annars vegar að breyta núverandi bílamiðuðum samgönguáherslum og vanahegðun íbúa út fyrir vistvænni ferðamáta. 

Kynningar á verkefnum fengu jákvæð viðbrögð fulltrúa hjá ESB, en þeir komu m.a. frá Scalable Cities og 100 Climate Neutral and Smart Cities, sem Reykjavíkurborg er hluti af. Í pallborðsumræðum lagði Sylva Lam, verkefnastjóri SPARCS og verkefnastjóri alþjóðlegra loftslagsverkefna hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, áherslu á mikilvægi sveigjanleika nýstárlegra lausna. Ekki aðeins þarf stefnan að vera fær um að stækka heldur einnig að minnka. „Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni eru lykillinn að árangri þegar kemur að nýjum aðgerðum og tækifæri til að endurtaka þær við mismunandi aðstæður,” segir Silva. 

Nánari upplýsingar: