Mikilli uppbyggingu íbúða gerð góð skil í kynningarriti

Kynningarrit um uppbyggingu íbúða í borginni

Kynningarrit um uppbyggingu íbúða í borginni kom út í dag og hefur verið dreift í hús. Uppbyggingin er mikil, en aldrei hafa fleiri íbúðir komið á húsnæðismarkað eins og undanfarin ár.

Í dag eru nærri 2.500 íbúðir í byggingu og er þeirri uppbyggingu gerð góð skil í ritinu. Einnig er sagt frá því hvar byggingarhæfar lóðir eru tilbúnar og hverjar hafa verið samþykktar í deiliskipulagi. Á kortum fyrir hvern borgarhluta má svo sjá hve margar íbúðir eru í skipulagsferli og hvar þær verða.  Með þessu móti eiga íbúar að geta séð uppbygginguna í sínu hverfi.

Hér má skoða blaðið stafrænt:

Vilji einhver nálgast prentaða útgáfu af blaðinu liggur það m.a. frammi á miðstöðvum borgarinnar – hér má sjá staðsetningar þeirra -  Einnig liggur blaðið frammi í Ráðhúsi við Tjarnargötu og hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 10